föstudagur, febrúar 27, 2009
Kæliskápsmorð
Í dag afrekaði ég það að mæta í alla tímana í skólanum og það á réttum tíma.
Eftir skóla skrifaði ég hreint út sagt frábæra enskuritgerð.
Ég endaði hana meira að segja á málshætti.
Ég mun aldrei ljóstra upp hvaða málsháttur það var.
En ég skrifaði hinsvegar þetta í ritgerðina mikilfenglegu:
The soldier decided to desert the dessert in the desert.
Svo glósaði ég 6 kafla í stærðfræði og hugsaði um súkkulaðiköku á meðan.
Auðvitað horfði ég líka á tíu þætti af Sex in the City.
Ég er bara stolt af mér.
Ég held að ég þurfi að myrða ísskápinn.
Það myndi ekki bítta neinu.
Hann er hvort sem er tómur.
Sprengidagurinn er búinn.
Kom og fór.
Ég var búin að hlakka til að fara í saltkjöt og baunir til mömmu lengi vel.
Mmm saltkjöt og baunir! Hugsaði ég með tilhlökkun í hjarta.
Þegar ég svo fékk mitt saltkjöt og mínar baunir fattaði ég að mér finnst það bara ekkert gott.
Ég veit ekki afhverju mig minnti að mér fyndist þetta gott.
Mikil vonbrigði.
En bollurnar voru Góðar.
Með stóru G.
tisa at 01:16
1 comments